Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 19:29 Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02