Håland kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 21:32 Håland fer frábærlega af stað með Dortmund. vísir/getty Erling Braut Håland skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 5-1 sigri Borussia Dortmund á Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var annar leikur Norðmannsins fyrir Dortmund en í þeim fyrsta, 3-5 sigri á Augsburg, skoraði hann þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Håland er fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í sögu þýsku deildarinnar. Og hann er aðeins búinn að vera inni á vellinum í samtals klukkutíma í þessum tveimur leikjum. - Erling Haaland has spent only an hour on the BL pitches after today and has already scored his fifth BL goal. He is the first player in BL history to score five goals across his first two BL appearances. #BVB#Bundesliga— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 24, 2020 Raphaël Guerreiro, Marco Reus og Jadon Sancho skoruðu hin þrjú mörk Dortmund. Håland kom inn á á 65. mínútu, eftir að Mark Uth minnkaði muninn í 3-1 fyrir Köln. Norski framherjinn skoraði fjórða mark Dortmund á 77. mínútu og það fimmta tíu mínútum síðar. Dortmund er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði RB Leipzig. Þýski boltinn
Erling Braut Håland skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 5-1 sigri Borussia Dortmund á Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var annar leikur Norðmannsins fyrir Dortmund en í þeim fyrsta, 3-5 sigri á Augsburg, skoraði hann þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Håland er fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í sögu þýsku deildarinnar. Og hann er aðeins búinn að vera inni á vellinum í samtals klukkutíma í þessum tveimur leikjum. - Erling Haaland has spent only an hour on the BL pitches after today and has already scored his fifth BL goal. He is the first player in BL history to score five goals across his first two BL appearances. #BVB#Bundesliga— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 24, 2020 Raphaël Guerreiro, Marco Reus og Jadon Sancho skoruðu hin þrjú mörk Dortmund. Håland kom inn á á 65. mínútu, eftir að Mark Uth minnkaði muninn í 3-1 fyrir Köln. Norski framherjinn skoraði fjórða mark Dortmund á 77. mínútu og það fimmta tíu mínútum síðar. Dortmund er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði RB Leipzig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti