Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 15:30 Laus er staða dómara við Landsrétt eftir að einn dómari við réttinn var skipaður dómari við Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. Afrit af bréfinu var sent til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem og til fjölmiðla. Í bréfinu varar Ástráður dómsmálaráðherra við því að til dómsmáls kunni að koma ef einstaklingur sem þegar hefur verið skipaður dómari við Landsrétt verði skipaður nú í þá stöðu sem er laus. Áskilur Ástráður sér rétt til þess að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara um skipun í embætti dómara við réttinn nú verði metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Greint var frá því á vef stjórnarráðsins í dag að fjórir hefðu sótt um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Á meðal umsækjenda auk Ástráðs eru Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari, og svo þau Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir sem nú þegar eru skipaðir dómarar við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra einstaklinga sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipa sem dómara við réttinn, þvert á mat hæfnisnefndar. Fjórir einstaklingar, sem nefndin hafði metið á meðal þeirra fimmtán hæfustu, voru því ekki skipaðir Landsréttardómarar. Ástráður er einn af þeim. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómara við Landsrétt í júní 2017 en í kjölfarið komust íslenskir dómstólar að því að stjórnsýslulög hefðu verið brotin með málsmeðferð ráðherra. Þá komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að í mars í fyrra að dómararnir fjórir sem Sigríður hafði skipað þvert á mat hæfnisnefndar hafi verið ólöglega skipaðir. Niðurstaða MDE varð til þess að Sigríður sagði af sér en íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins. Málflutningur í málinu fer fram í næstu viku. Ekki hægt að leysa vandann með stólaballett eða hnísustökki Í bréfi Ástráðs er það rakið að í maí í fyrra hafi komið upp sambærileg staða þegar auglýst var til umsóknar embætti Landsréttardómara: „[…] og þá mun afstaða ráðuneytisins hafa verið sú að það að umsækjandi væri skipaður Landsréttardómari stæði því ekki í vegi að hann gæti sótt um embættið. Þessa niðurstöðu ráðuneytisins frá í maí 2019 tel ég bersýnilega ranga. Það er mín afstaða að ekki standist að Landsréttardómari sem skipaður er ótímabundið í embætti sitt geti án þess að segja fyrst af sér embættinu sótt um laust embætti Landsréttardómara. Ég tel raunar að þessi niðurstaða sé svo augljós af eðlisrökum að varla ætti að vefjast fyrir nokkrum manni. Enginn getur sótt um embætti sem þegar gegnir því sama embætti,“ segir í bréfi Ástráðs. Þau Ásmundur og Ragnheiður eru núna í leyfi frá störfum sínum við Landsrétt og hafa ekki dæmt við réttinn síðan í mars, í kjölfar dóms MDE. Ástráður segir í bréfi sínu að tilgangur þess að auglýsa laust embætti dómara við Landsrétt sé að manna lausa stöðu eftir að einn dómara við Landsrétt var skipaður Hæstaréttardómari. „Þessum tilgangi verður augljóslega ekki náð með því að færa til mann úr einu embætti Landsréttardómara í annað. Sá vandi sem ólögmæt embættisfærsla dómsmálaráðherra sumarið 2017 skóp dómskerfinu og þeim einstaklingum sem ekki hafa getað gengt störfum Landsréttardómara síðan í mars verður ekki leystur með slíkum stólaballett eða hnísustökki,“ segir í bréfi Ástráðs. Ástráður segir að það sé augljós hætta á því að ef umsókn dómara við Landsrétt yrði talin gild, og myndi svo leiða til nýrrar skipunar umsækjandans í embætti Landsréttardómara, gætu þeir sem svo kysu látið reyna á það hvort slík skipan teldist lögmæt: […] einnig í ljósi þess að með slíkri skipan væri í raun verið að gera tilraun til að löghelga eftir á skipun dómara sem þegar hefði verið metin ólögmæt. Ég tel talsverðar líkur á að niðurstaða dómstóla yrði sú að slík skipan stæðist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tekið, í ljósi forsögunnar, afar óheppilegt bæði fyrir dómskerfið og umsækjandann ef það yrði niðurstaðan. Slíkur framgangur væri auk þess til þess fallinn að draga á langinn ríkjandi réttaróvissu um framtíðarskipan Landsréttar og fæli í sér afar sérkennileg skilaboð inn í yfirstandandi málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég tel raunar að Landsréttur megi illa við frekari slíkum skakkaföllum,“ segir í bréfinu.Tengd skjöl: Bréf Ástráðs Haraldssonar, héraðsdómara, til dómsmálaráðherra Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. Afrit af bréfinu var sent til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem og til fjölmiðla. Í bréfinu varar Ástráður dómsmálaráðherra við því að til dómsmáls kunni að koma ef einstaklingur sem þegar hefur verið skipaður dómari við Landsrétt verði skipaður nú í þá stöðu sem er laus. Áskilur Ástráður sér rétt til þess að láta á það reyna ef umsóknir skipaðra Landsréttardómara um skipun í embætti dómara við réttinn nú verði metnar gildar af hálfu ráðuneytisins. Greint var frá því á vef stjórnarráðsins í dag að fjórir hefðu sótt um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Á meðal umsækjenda auk Ástráðs eru Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari, og svo þau Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir sem nú þegar eru skipaðir dómarar við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra einstaklinga sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipa sem dómara við réttinn, þvert á mat hæfnisnefndar. Fjórir einstaklingar, sem nefndin hafði metið á meðal þeirra fimmtán hæfustu, voru því ekki skipaðir Landsréttardómarar. Ástráður er einn af þeim. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómara við Landsrétt í júní 2017 en í kjölfarið komust íslenskir dómstólar að því að stjórnsýslulög hefðu verið brotin með málsmeðferð ráðherra. Þá komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að í mars í fyrra að dómararnir fjórir sem Sigríður hafði skipað þvert á mat hæfnisnefndar hafi verið ólöglega skipaðir. Niðurstaða MDE varð til þess að Sigríður sagði af sér en íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins. Málflutningur í málinu fer fram í næstu viku. Ekki hægt að leysa vandann með stólaballett eða hnísustökki Í bréfi Ástráðs er það rakið að í maí í fyrra hafi komið upp sambærileg staða þegar auglýst var til umsóknar embætti Landsréttardómara: „[…] og þá mun afstaða ráðuneytisins hafa verið sú að það að umsækjandi væri skipaður Landsréttardómari stæði því ekki í vegi að hann gæti sótt um embættið. Þessa niðurstöðu ráðuneytisins frá í maí 2019 tel ég bersýnilega ranga. Það er mín afstaða að ekki standist að Landsréttardómari sem skipaður er ótímabundið í embætti sitt geti án þess að segja fyrst af sér embættinu sótt um laust embætti Landsréttardómara. Ég tel raunar að þessi niðurstaða sé svo augljós af eðlisrökum að varla ætti að vefjast fyrir nokkrum manni. Enginn getur sótt um embætti sem þegar gegnir því sama embætti,“ segir í bréfi Ástráðs. Þau Ásmundur og Ragnheiður eru núna í leyfi frá störfum sínum við Landsrétt og hafa ekki dæmt við réttinn síðan í mars, í kjölfar dóms MDE. Ástráður segir í bréfi sínu að tilgangur þess að auglýsa laust embætti dómara við Landsrétt sé að manna lausa stöðu eftir að einn dómara við Landsrétt var skipaður Hæstaréttardómari. „Þessum tilgangi verður augljóslega ekki náð með því að færa til mann úr einu embætti Landsréttardómara í annað. Sá vandi sem ólögmæt embættisfærsla dómsmálaráðherra sumarið 2017 skóp dómskerfinu og þeim einstaklingum sem ekki hafa getað gengt störfum Landsréttardómara síðan í mars verður ekki leystur með slíkum stólaballett eða hnísustökki,“ segir í bréfi Ástráðs. Ástráður segir að það sé augljós hætta á því að ef umsókn dómara við Landsrétt yrði talin gild, og myndi svo leiða til nýrrar skipunar umsækjandans í embætti Landsréttardómara, gætu þeir sem svo kysu látið reyna á það hvort slík skipan teldist lögmæt: […] einnig í ljósi þess að með slíkri skipan væri í raun verið að gera tilraun til að löghelga eftir á skipun dómara sem þegar hefði verið metin ólögmæt. Ég tel talsverðar líkur á að niðurstaða dómstóla yrði sú að slík skipan stæðist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tekið, í ljósi forsögunnar, afar óheppilegt bæði fyrir dómskerfið og umsækjandann ef það yrði niðurstaðan. Slíkur framgangur væri auk þess til þess fallinn að draga á langinn ríkjandi réttaróvissu um framtíðarskipan Landsréttar og fæli í sér afar sérkennileg skilaboð inn í yfirstandandi málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég tel raunar að Landsréttur megi illa við frekari slíkum skakkaföllum,“ segir í bréfinu.Tengd skjöl: Bréf Ástráðs Haraldssonar, héraðsdómara, til dómsmálaráðherra
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira