Rúnar sér ekki eftir því að hafa sagt nei við Dalglish og Liverpool á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:00 Kenny Dalglish á 1989-90 tímabilinu og Rúnar Kristinsson. Getty/Samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira