Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2020 10:35 Reynir Traustason og lögmaður hans Gunnar Ingi. Þeir telja það einkennilegt að málið sé farið að snúast um það að Reynir hafi ef til vill enga æru að verja. visir/vilhelm „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Þetta er meðal þeirra ummæla sem tekist var á um fyrir dómi í morgun. Mál Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra var flutt fyrir héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Málið er athyglisvert ekki síst vegna þess að um er að ræða einhverja þekktustu fjölmiðlamenn Íslands undanfarinna ára. Og mega þau bæði, sem og lögmenn þeirra, Gunnar Ingi Jóhannsson fyrir Reyni og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fyrir Arnþrúði, heita afar sjóuð í málum sem snúa að ærumeiðingum; bæði í sókn sem og vörn. „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir fyrir aðkasti vegna ummælanna Þetta eru þau ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra sem Reynir Traustason blaðamaður fer fram á að verði dæmd dauð og ómerk. Hann fer að auki fram á miskabætur sem nema 1,5 milljón króna. Téð ummæli lét Arnþrúður falla í símatíma á Útvarpi Sögu 5. desember 2018. Vilhjálmur messar yfir þeim Reyni og Gunnari Inga í héraðsdómi í morgun. Vilhjálmur skilur ekkert í því hvernig á því stendur að maður eins og Reynir sé svona hörundsár.visir/vilhelm „Fjöldi fólks hlustaði á útvarpsþáttinn og heyrði ummælin. Var athygli stefnda vakin á ummælunum af fjölda fólks sem þau heyrði og hafði hneykslast á þeim. Ummælin vógu gróflega að æru stefnda og starfsheiðri hans sem blaðamanns og ritstjóra,“ segir í stefnu. Þar kemur jafnframt fram að stefnandi hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Vísir ræddi við Reyni í gær um málið en þar segir hann óþolandi að sitja undir öðrum eins atvinnurógi; Reynir vill ekki una því að vera kallaður morðingi og raðfréttafalsari. Og skal ef til vill engan undra. Deilt um hvort Reynir sé góður fyrir sinn hatt „Stefnandi hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri í áratugi við góðan orðstír. Allan sinn blaðamanna- og ritstjórnarferli hefur stefndi lagt sig fram í starfi um góða blaðamennskuhætti. Hann hefur hlotið verðlaun blaðamanna fyrir störf sín og oft verið tilnefndur til slíkra verðlauna. Ummæli stefndu fengu mjög á stefnanda og voru til þess fallin að vega gróflega að starfsheiðri hans og persónu og skaða orðstír hans,“ segir í stefnu. Arnþrúður lét ekki sjá sig í réttarsalnum í morgun. En, lögmaður hennar lýsir ferli hennar sem vammlausum og tilkomumiklum meðan því sé nú ekki að fagna með Reyni Traustason. Vilhjálmur lögmaður Arnþrúðar telur þessa mannlýsingu ónákvæma en vörn hans snýst um að um gildisdóm sé að ræða sem settur er fram í spurnarformi. Í greinargerð hans leyfir hann sér að efast um að Reynir sé eins góður fyrir sinn hatt og stefnan gefur til kynna. Hann heldur því fram að Arnþrúður hafi sett fram sína eigin faglegu skoðun sem blaðamanns á vinnubrögðum Reynis sem blaðamanns og þeirra fjölmiðla, DV og Stundarinnar, sem Reynir hefur komið að. Frjáls og gagnrýnin vinnubrögð sé bráðnauðsynleg á Íslandi. Reynir beiti kælingaráhrifum á Arnþrúði „Að mati stefndu hefur mikið skort á gagnrýna umræðu um störf og vinnubrögð fjölmiðla og blaðamanna enda er um að ræða örsmátt samfélag þar sem menn í stétt blaðamanna tengjast í allar áttir. Við slíkar aðstæður er óhjákvæmilegt að menn veigri sér við að gagnrýna verk kollega, kunningja, vina, fyrrum samstarfsfélaga,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur því fram að til lengri tíma litið sé mikilvægt að þegar slík gagnrýni er sett fram og hún njóti fullrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarsrkár. og MSE. „Þá er ekki síður mikilvægt að óvinsælar og umdeildar skoðanir sæti ekki þöggun. Málsókn eins og sú sem stefnandi stendur fyrir er til þess fallin að hafa „kælingaráhrif” (e. chilling effect) og skaða tjáningarfrelsi hér á landi til lengri tíma.“ Reynir Traustason vill ekki una því að vera kallaður morðingi og raðfréttafalsari.vísir/vilhelm Þá víkur Vilhjálmur að persónu Reynis sérstaklega. Hann sé bæði opinber persóna og þjóðþekktur og hefur margoft í störfum sínum sem blaðamaður, ritstjóri og útgefandi „kveðið fast að orði og verið óbilgjarn í skrifum sínum um menn og málefni og hefur stefnandi oft á tíðum farið langt yfir strikið í þeim efnum svo eftir hefur verið tekið.“ Reynir sagður eiga litla æru að verja Vilhjálmur víkur sérstaklega að bókardómi sem Friðrik Þór Guðmundsson ritaði um bók sem Reynir gaf út um feril sinn. „DV hefur lengi verið djarfasti fjölmiðll landsins í efnisvali og efnistökum. Þetta er fjölmiðlinn sem oftast hefur verið kærður í meiðyrðamálum og til siðanefndar BÍ. Það er einkennilegt að maður með slíka fortíð skuli vera svona hörundsár loksins þegar einhver hvessir sig við hann.“ Vilhjálmur telur, fyrir hönd Arnþrúðar, að enginn frekari skaði hafi orðið á mannorði stefnanda „umfram það sem stefnandi hefur sjálfur valdið með hegðun sinni og framgöngu gagnvart samborgunum sínum oft í þeim tilgangi að bera úr býtum fjárhagslegan ávinning í formi aukinnar sölu á auglýsingum í þeim fjölmiðlum sem stefnandi hefur átt eða ritstýrt.“ Meint hefndargirni Reynis Vilhjálmur vildi í sínum málflutningi meina að Reynir og þeir fjölmiðlar sem hann hefur komið nærri gengið langt í því að ganga nærri fólki og fjölskyldum þeirra með umfjöllun sinni enda hefur stefnanda og þeim fjölmiðlum sem hann hefur komið að ótal sinnum verið stefnt fyrir dóm vegna meintra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs fólks. Málið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. En í því takast á helstu sérfræðingar í lögmannastétt um meiðyrði og svo fjölmiðla. Þeir Gunnar Ingi og Vilhjálmur Hans. „Það hefur jafnframt borið á því að stefnandi hafi látið persónulegar skoðanir sínar á mönnum og málefnum hafa áhrif á hvernig hann nálgast starf sitt sem blaðamaður og ritstjóri og hefur stefnandi ítrekað látið þá sem honum mislíkar við finna fyrir því í þeim fjölmiðlum sem hann hefur komið að. Stefnda hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir og því er um sýknu stefndu einnig vísað til sjónarmiða um orðhefnd. Í því sambandi er rétt að halda til haga að árið 2017 var rekstrarfélag fjölmiðls stefnanda Stundarinnar dæmt til að greiða Útvarpi Sögu skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á myndefni í eigu Útvarps Sögu, en myndefnið sem um ræðir var af stefndu.“ Flekklaus og tilkomumikill ferill Arnþrúðar Öðru máli gegnir um Arnþrúði, ef marka má lögmann hennar en feril Arnþrúðar rekur Vilhjálmur með eftirfarandi orðum: „Stefnda hefur starfað sem blaða- og fréttamaður undanfarin 35 ár að frátöldum 4 árum 1995-1999 þá er stefnda var varaþingmaður og tók sæti á Alþingi. Á löngum ferli í fjölmiðlum hefur stefnda meðal annars verið sjónvarpsfréttamaður hjá RÚV og NRK í Noregi. Stefnda var fréttastjóri Bylgjunnar ásamt því að annast þáttastjórnum á upphafstíma þess fjölmiðils. Þá var stefnda þáttastjórnandi við stofnun og upphaf Rásar 2 hjá RUV. Stefnda er stofnandi og eigandi Útvarpi Sögu (2003) og er útvarpsstjóri stöðvarinnar og hefur verið síðast liðin 16 ár. Stefnda starfar jafnframt við þáttastjórnun stöðvarinnar ásamt því að annast daglegan rekstur. Á sínum langa ferli í blaðamennsku hefur stefnda aldrei verið kvartað yfir stefndu til Siðanefndar B.Í., hvað þá heldur að henni hafi verið stefnt vegna friðarbrota eða ærumeiðinga.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
„Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Þetta er meðal þeirra ummæla sem tekist var á um fyrir dómi í morgun. Mál Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra var flutt fyrir héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Málið er athyglisvert ekki síst vegna þess að um er að ræða einhverja þekktustu fjölmiðlamenn Íslands undanfarinna ára. Og mega þau bæði, sem og lögmenn þeirra, Gunnar Ingi Jóhannsson fyrir Reyni og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fyrir Arnþrúði, heita afar sjóuð í málum sem snúa að ærumeiðingum; bæði í sókn sem og vörn. „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Reynir fyrir aðkasti vegna ummælanna Þetta eru þau ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra sem Reynir Traustason blaðamaður fer fram á að verði dæmd dauð og ómerk. Hann fer að auki fram á miskabætur sem nema 1,5 milljón króna. Téð ummæli lét Arnþrúður falla í símatíma á Útvarpi Sögu 5. desember 2018. Vilhjálmur messar yfir þeim Reyni og Gunnari Inga í héraðsdómi í morgun. Vilhjálmur skilur ekkert í því hvernig á því stendur að maður eins og Reynir sé svona hörundsár.visir/vilhelm „Fjöldi fólks hlustaði á útvarpsþáttinn og heyrði ummælin. Var athygli stefnda vakin á ummælunum af fjölda fólks sem þau heyrði og hafði hneykslast á þeim. Ummælin vógu gróflega að æru stefnda og starfsheiðri hans sem blaðamanns og ritstjóra,“ segir í stefnu. Þar kemur jafnframt fram að stefnandi hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Vísir ræddi við Reyni í gær um málið en þar segir hann óþolandi að sitja undir öðrum eins atvinnurógi; Reynir vill ekki una því að vera kallaður morðingi og raðfréttafalsari. Og skal ef til vill engan undra. Deilt um hvort Reynir sé góður fyrir sinn hatt „Stefnandi hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri í áratugi við góðan orðstír. Allan sinn blaðamanna- og ritstjórnarferli hefur stefndi lagt sig fram í starfi um góða blaðamennskuhætti. Hann hefur hlotið verðlaun blaðamanna fyrir störf sín og oft verið tilnefndur til slíkra verðlauna. Ummæli stefndu fengu mjög á stefnanda og voru til þess fallin að vega gróflega að starfsheiðri hans og persónu og skaða orðstír hans,“ segir í stefnu. Arnþrúður lét ekki sjá sig í réttarsalnum í morgun. En, lögmaður hennar lýsir ferli hennar sem vammlausum og tilkomumiklum meðan því sé nú ekki að fagna með Reyni Traustason. Vilhjálmur lögmaður Arnþrúðar telur þessa mannlýsingu ónákvæma en vörn hans snýst um að um gildisdóm sé að ræða sem settur er fram í spurnarformi. Í greinargerð hans leyfir hann sér að efast um að Reynir sé eins góður fyrir sinn hatt og stefnan gefur til kynna. Hann heldur því fram að Arnþrúður hafi sett fram sína eigin faglegu skoðun sem blaðamanns á vinnubrögðum Reynis sem blaðamanns og þeirra fjölmiðla, DV og Stundarinnar, sem Reynir hefur komið að. Frjáls og gagnrýnin vinnubrögð sé bráðnauðsynleg á Íslandi. Reynir beiti kælingaráhrifum á Arnþrúði „Að mati stefndu hefur mikið skort á gagnrýna umræðu um störf og vinnubrögð fjölmiðla og blaðamanna enda er um að ræða örsmátt samfélag þar sem menn í stétt blaðamanna tengjast í allar áttir. Við slíkar aðstæður er óhjákvæmilegt að menn veigri sér við að gagnrýna verk kollega, kunningja, vina, fyrrum samstarfsfélaga,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur því fram að til lengri tíma litið sé mikilvægt að þegar slík gagnrýni er sett fram og hún njóti fullrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarsrkár. og MSE. „Þá er ekki síður mikilvægt að óvinsælar og umdeildar skoðanir sæti ekki þöggun. Málsókn eins og sú sem stefnandi stendur fyrir er til þess fallin að hafa „kælingaráhrif” (e. chilling effect) og skaða tjáningarfrelsi hér á landi til lengri tíma.“ Reynir Traustason vill ekki una því að vera kallaður morðingi og raðfréttafalsari.vísir/vilhelm Þá víkur Vilhjálmur að persónu Reynis sérstaklega. Hann sé bæði opinber persóna og þjóðþekktur og hefur margoft í störfum sínum sem blaðamaður, ritstjóri og útgefandi „kveðið fast að orði og verið óbilgjarn í skrifum sínum um menn og málefni og hefur stefnandi oft á tíðum farið langt yfir strikið í þeim efnum svo eftir hefur verið tekið.“ Reynir sagður eiga litla æru að verja Vilhjálmur víkur sérstaklega að bókardómi sem Friðrik Þór Guðmundsson ritaði um bók sem Reynir gaf út um feril sinn. „DV hefur lengi verið djarfasti fjölmiðll landsins í efnisvali og efnistökum. Þetta er fjölmiðlinn sem oftast hefur verið kærður í meiðyrðamálum og til siðanefndar BÍ. Það er einkennilegt að maður með slíka fortíð skuli vera svona hörundsár loksins þegar einhver hvessir sig við hann.“ Vilhjálmur telur, fyrir hönd Arnþrúðar, að enginn frekari skaði hafi orðið á mannorði stefnanda „umfram það sem stefnandi hefur sjálfur valdið með hegðun sinni og framgöngu gagnvart samborgunum sínum oft í þeim tilgangi að bera úr býtum fjárhagslegan ávinning í formi aukinnar sölu á auglýsingum í þeim fjölmiðlum sem stefnandi hefur átt eða ritstýrt.“ Meint hefndargirni Reynis Vilhjálmur vildi í sínum málflutningi meina að Reynir og þeir fjölmiðlar sem hann hefur komið nærri gengið langt í því að ganga nærri fólki og fjölskyldum þeirra með umfjöllun sinni enda hefur stefnanda og þeim fjölmiðlum sem hann hefur komið að ótal sinnum verið stefnt fyrir dóm vegna meintra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs fólks. Málið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. En í því takast á helstu sérfræðingar í lögmannastétt um meiðyrði og svo fjölmiðla. Þeir Gunnar Ingi og Vilhjálmur Hans. „Það hefur jafnframt borið á því að stefnandi hafi látið persónulegar skoðanir sínar á mönnum og málefnum hafa áhrif á hvernig hann nálgast starf sitt sem blaðamaður og ritstjóri og hefur stefnandi ítrekað látið þá sem honum mislíkar við finna fyrir því í þeim fjölmiðlum sem hann hefur komið að. Stefnda hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir og því er um sýknu stefndu einnig vísað til sjónarmiða um orðhefnd. Í því sambandi er rétt að halda til haga að árið 2017 var rekstrarfélag fjölmiðls stefnanda Stundarinnar dæmt til að greiða Útvarpi Sögu skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á myndefni í eigu Útvarps Sögu, en myndefnið sem um ræðir var af stefndu.“ Flekklaus og tilkomumikill ferill Arnþrúðar Öðru máli gegnir um Arnþrúði, ef marka má lögmann hennar en feril Arnþrúðar rekur Vilhjálmur með eftirfarandi orðum: „Stefnda hefur starfað sem blaða- og fréttamaður undanfarin 35 ár að frátöldum 4 árum 1995-1999 þá er stefnda var varaþingmaður og tók sæti á Alþingi. Á löngum ferli í fjölmiðlum hefur stefnda meðal annars verið sjónvarpsfréttamaður hjá RÚV og NRK í Noregi. Stefnda var fréttastjóri Bylgjunnar ásamt því að annast þáttastjórnum á upphafstíma þess fjölmiðils. Þá var stefnda þáttastjórnandi við stofnun og upphaf Rásar 2 hjá RUV. Stefnda er stofnandi og eigandi Útvarpi Sögu (2003) og er útvarpsstjóri stöðvarinnar og hefur verið síðast liðin 16 ár. Stefnda starfar jafnframt við þáttastjórnun stöðvarinnar ásamt því að annast daglegan rekstur. Á sínum langa ferli í blaðamennsku hefur stefnda aldrei verið kvartað yfir stefndu til Siðanefndar B.Í., hvað þá heldur að henni hafi verið stefnt vegna friðarbrota eða ærumeiðinga.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25