VG hrynur í Norðvesturkjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 14:16 Lilja Rafney er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. visir/vilhelm Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira