Ástæðan fyrir því að Klopp er aldrei í jakkafötum á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Jürgen Klopp er búinn að setja saman eitt besta fótboltalið heims hjá Liverpool. Getty/John Powell Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira