Blaðamaður Jyllands-Posten lærir íslensku með því að hlusta á FM95BLÖ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Berit leit við í hljóðveri FM957 í morgun. vísir/vilhelm „Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ. FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
„Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ.
FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira