Tvær stærstu stjörnur Víkinga spila ekki í kvöld vegna ástandsins á grasinu í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn sem þeir unnu með Víkingum. Með þeim á myndinni er Halldór Smári Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann