Óskar Hrafn: Menn sýndu ljóns hjarta í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Óskar Hrafn var sáttur með spilamennskuna og sigurinn í gærvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær. Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta. „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín. Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær. Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta. „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín. Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45