Lindelof kallaði nýju stjörnu Man United mjög ljótu orði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 10:30 Victor Lindelof og Bruno Ferndanes var vel heitt í hamsi. Getty/James Williamson Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira