Þór/KA stelpurnar stoppuðu á miðri leið á heimleiðinni í gær og óðu út í á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 12:31 Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar í Þór/KA fagna hér marki hjá liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Bára Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira