Vann úr sorginni og úr varð sýning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Sólveig Hólmarsdóttir listakona við eitt verka sinna á sýningunni Upprisu. Vísir/Arnar Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira