Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. febrúar 2020 12:44 Landsréttur vísir/egill Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands. Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands.
Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00