Þjóðsögur Jóns Árnasonar hafa verið gæddar nýju lífi með uppsetningu Leikfélags Hveragerðis á nokkrum þeirra. Bakkabræður koma til dæmis þar við sögu, Sálin hans Jóns míns og Hlini Konungsson.
Leikfélag Hveragerðis frumsýnd í gærkvöldi verkið „Þjóðsaga til næsta bæjar“, sem er skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Margar þekktar persónur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar koma þar fram eins og Bakkabræður, sem fara á kostum í sýningunni.
„Æfingaferlið hefur gengið mjög vel, þetta er yndislegt fólk, þau eru svo dugleg, reyndar eins og allir í áhugafélögum út um allt land, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli hérna“, segir Örn Árnason, leikstjóri og höfundur leikgerðar og tónlistar verksins.
„Já, það eru mjög góðir leikarar í Hveragerði, við erum t.d. með mikið af nýjum og ungum leikurum, sem koma til með að taka við, þannig að þetta er spennandi“, bætir Örn við.

En af hverju ætti fólk að sjá nýja leikritið í Hveragerði?
„Af því að þjóðsögurnar okkar eru ákveðin grunnur að bókmenntun og allri sagna hefð. Mér finnst notalegt að geta lagt þessu lið, minnastJóns, hann átti 200 ára afmæli í ágúst á síðasta ári“, segir Örn.
Sýningartíma er hægt að sjá á Fesbókarsíðu leikfélagsins.

