Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 23:00 Pep Guardiola og Lionel Messi þegar sá fyrrnefndi þjálfaði Barcelona liðið. Getty/ Laurence Griffiths Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira