Erling Braut Håland hefur verið sjóðheitur eftir komuna til Dortmund en Dortmund mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Fyrri leikur liðanna fer fram á Westfalen-leikvanginum þann 18. febrúar og síðari leikurinn í París 11. mars.
Håland hefur raðað inn mörkum í bæði þýsku deildinni sem og bikarnum eftir að hafa komið til félagsins í janúarglugganum.
Varnarmaður PSG, Thomas Meunier, virðist ekki hræðast Norðmanninn miðað við ummæli hans eftir leik PSG gegn Nantes fyrr í vikunni.
„Hræðast hann? Ég þekki hann ekki sérstaklega. Hann hefur skorað mjög vel svo Dortmund er lið sem skorar mikið en fær einnig mikið af mörkum á sig,“ sagði Belginn.
'Fear him? I don't know him'
— MailOnline Sport (@MailSport) February 6, 2020
PSG defender Thomas Meunier UNAFRAID at prospect of facing free-scoring Erling Haaland in #UCL clash with Borussia Dortmundhttps://t.co/w1lb1tQkEy
„Á pappírnum þá getur PSG unnið öll lið en þetta er undir okkur komið.“
Thomas Tuchel mun í viðureigninni snúa aftur á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Dortmund þangað til árið 2017. Ári síðar tók hann svo við PSG.
Dortmund er í 3. sætinu í Þýskalandi, þremur stigum frá toppnum á meðan PSG er með tólf stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar.