Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56