Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. febrúar 2020 21:00 Tim Otty í málflutningi fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólnum í dag. Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skaut málinu til dómsins fyrir hönd umbjóðanda síns. Sá taldi sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar, sem brýtur gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, vegna ólöglegrar skipanar Arnfríðar Einarsdóttur við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipa sem dómara við réttinn, þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómara við Landsrétt í júní 2017 en í kjölfarið komust íslenskir dómstólar að því að stjórnsýslulög hefðu verið brotin með málsmeðferð ráðherra. Þá komst MDE að þeirri niðurstöðu að í mars í fyrra að skipan dómara við Landsrétt hefði bortið gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Það væri þannig brot á mannréttindum að fjórir ólöglega skipaðir dómarar dæmdu í málum fyrir réttinum. Niðurstaða MDE varð til þess að Sigríður sagði af sér en íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins. Sigríður Á. Andersen sést hér á blaðamannafundi þegar hún tilkynnti um afsögn sína sem ráðherra í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. Vísir/Vilhelm „Undarleg atburðarás“ á seinni hluta ársins 2017 Vilhjálmur dró upp þá mynd fyrir yfirdeildinni í dag að pólitísk afskipti af skipan dómara hefðu á árum áður verið tíð. Sett hefðu verið lög til að koma í veg fyrir það en Vilhjálmur sagði Sigríði hafa haft þau að engu með því að fara gegn mati hæfnisnefndarinnar og skipa aðra dómara en taldir voru hæfastir. Þessi gjörningur ráðherra hefði verið liður í pólitískum hrossakaupum. „Hér vísar stefnandi til undarlegrar atburðarásar á seinni hluta ársins 2017 þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, B.N. [Brynjar Níelsson], afsalaði sér efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður til fyrrverandi dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] aðeins nokkrum mánuðum eftir að ráðherrann hafði skipað eiginkonu þingmannsins, A.E. [Arnfríður Einarsdóttir] í stöðu dómara við Landsrétt,“ sagði Vilhjálmur í málflutningi sínum. Fanney Rós Þorsteinsdóttir ríkislögmaður sagði skipan dómara við Landsétt standast lög og að ásakanir Vilhjálms um hrossakaup væru algjörlega óstaðfestar. Dómarar málsins vildu hins vegar vita meira og spurði einn þeirra, Paulo Pinto, hvort að sakamálarannsókn hefði farið fram á þessum meintu pólitísku hrossakaupum. „Stefnandi sakar dómsmálaráðherrann um afar fyrirlitlegt baktjaldamakk og hrossakaup. Fór fram einhver sakamálarannsókn eða var gefin út ákæra á hendur fyrrverandi dómsmálaráðherra?“ Tim Otty, einn af lögmönnum íslenska ríkisins í málinu, svaraði því neitandi og þvertók fyrir ásakanirnar. Dómarar voru skipaðir við réttinn vorið 2017. Þá áttu næstu þingkosningar að vera árið 2020. Ríkisstjórnin sprakk hins vegar ófyrirséð og því var kosið aftur haustið 2017. Otty sagði að tímalína þess sem hann kallaði samsæriskenningu stefnanda ekki ganga upp. „Það voru engin kaup kaups hér. Málflutningur stefnanda er morandi í ósönnuðum samsæriskenningum. Skjöl 63 og 64, yfirlýsingar frá ráðherranum fyrrverandi og herra Níelssyni til dómstólsins, sem eiga að vera í miðpunkti þessarar fáránlegu samsæriskenningar, útskýra hvers vegna þessar ásakanir stefnanda standast engan veginn þegar litið er á tímalínu atburðanna,“ sagði Otty og vísaði í að vorið 2017 var ekki vitað að þingkosningar yrðu þá strax um haustið. Ekki er vitað hvenær yfirdeild MDE mun kveða upp dóm í málinu en það tekur að minnsta kosti nokkra mánuði og jafnvel eitt ár. Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skaut málinu til dómsins fyrir hönd umbjóðanda síns. Sá taldi sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar, sem brýtur gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, vegna ólöglegrar skipanar Arnfríðar Einarsdóttur við Landsrétt. Arnfríður var ein fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipa sem dómara við réttinn, þvert á mat hæfnisnefndar. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómara við Landsrétt í júní 2017 en í kjölfarið komust íslenskir dómstólar að því að stjórnsýslulög hefðu verið brotin með málsmeðferð ráðherra. Þá komst MDE að þeirri niðurstöðu að í mars í fyrra að skipan dómara við Landsrétt hefði bortið gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Það væri þannig brot á mannréttindum að fjórir ólöglega skipaðir dómarar dæmdu í málum fyrir réttinum. Niðurstaða MDE varð til þess að Sigríður sagði af sér en íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins. Sigríður Á. Andersen sést hér á blaðamannafundi þegar hún tilkynnti um afsögn sína sem ráðherra í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. Vísir/Vilhelm „Undarleg atburðarás“ á seinni hluta ársins 2017 Vilhjálmur dró upp þá mynd fyrir yfirdeildinni í dag að pólitísk afskipti af skipan dómara hefðu á árum áður verið tíð. Sett hefðu verið lög til að koma í veg fyrir það en Vilhjálmur sagði Sigríði hafa haft þau að engu með því að fara gegn mati hæfnisnefndarinnar og skipa aðra dómara en taldir voru hæfastir. Þessi gjörningur ráðherra hefði verið liður í pólitískum hrossakaupum. „Hér vísar stefnandi til undarlegrar atburðarásar á seinni hluta ársins 2017 þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, B.N. [Brynjar Níelsson], afsalaði sér efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður til fyrrverandi dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] aðeins nokkrum mánuðum eftir að ráðherrann hafði skipað eiginkonu þingmannsins, A.E. [Arnfríður Einarsdóttir] í stöðu dómara við Landsrétt,“ sagði Vilhjálmur í málflutningi sínum. Fanney Rós Þorsteinsdóttir ríkislögmaður sagði skipan dómara við Landsétt standast lög og að ásakanir Vilhjálms um hrossakaup væru algjörlega óstaðfestar. Dómarar málsins vildu hins vegar vita meira og spurði einn þeirra, Paulo Pinto, hvort að sakamálarannsókn hefði farið fram á þessum meintu pólitísku hrossakaupum. „Stefnandi sakar dómsmálaráðherrann um afar fyrirlitlegt baktjaldamakk og hrossakaup. Fór fram einhver sakamálarannsókn eða var gefin út ákæra á hendur fyrrverandi dómsmálaráðherra?“ Tim Otty, einn af lögmönnum íslenska ríkisins í málinu, svaraði því neitandi og þvertók fyrir ásakanirnar. Dómarar voru skipaðir við réttinn vorið 2017. Þá áttu næstu þingkosningar að vera árið 2020. Ríkisstjórnin sprakk hins vegar ófyrirséð og því var kosið aftur haustið 2017. Otty sagði að tímalína þess sem hann kallaði samsæriskenningu stefnanda ekki ganga upp. „Það voru engin kaup kaups hér. Málflutningur stefnanda er morandi í ósönnuðum samsæriskenningum. Skjöl 63 og 64, yfirlýsingar frá ráðherranum fyrrverandi og herra Níelssyni til dómstólsins, sem eiga að vera í miðpunkti þessarar fáránlegu samsæriskenningar, útskýra hvers vegna þessar ásakanir stefnanda standast engan veginn þegar litið er á tímalínu atburðanna,“ sagði Otty og vísaði í að vorið 2017 var ekki vitað að þingkosningar yrðu þá strax um haustið. Ekki er vitað hvenær yfirdeild MDE mun kveða upp dóm í málinu en það tekur að minnsta kosti nokkra mánuði og jafnvel eitt ár.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. 5. febrúar 2020 08:05
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03