Fækka íbúðum og stækka græn svæði vegna athugasemda íbúa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2020 14:56 Gróf teikning af svæðinu. Mynd/Reykjavíkurborg Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.Á vef Reykjavíkurborgar segir að létta eigi á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði. Þá á að stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.Aðrar breytingar eru eftirfarandi: Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans. Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út. Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn. Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum. Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður. Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir. Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag. Fyrr á árinu var greint frá því að íbúar í Háteigshverfi töldu borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Gagnrýndu þeir að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.Á vef Reykjavíkurborgar segir að létta eigi á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði. Þá á að stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.Aðrar breytingar eru eftirfarandi: Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans. Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út. Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn. Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum. Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður. Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir. Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Einnig eiga þær að stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag. Fyrr á árinu var greint frá því að íbúar í Háteigshverfi töldu borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Gagnrýndu þeir að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03