Vill banna myndatökur af grunuðum og vitnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:36 Þorsteinn Sæmundsson og félagar í Miðflokknum vilja banna myndatökur af sakborningum og vitnum í og við dómshús. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins vilja meina fjölmiðlum að taka myndir í dómshúsum af sakborningum, vitnum og hverjum öðrum sem tengjast dómsmálum sem þar eru til meðferðar. Verði frumvarp flokksins um breytingar á lögunum samþykkt verða myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum eða vitnum á leið í dómshús eða frá því óheimilar. Þorsteinn Sæmundsson er flutningsmaður frumvarpsins en vísað er til fyrirmynda frá Noregi og Danmörku þar sem myndatökur eru bannaðar á leið til eða frá þinghaldi og sömuleiðis í dómshúsi. Misjafnt er hvernig þessu er farið milli landa. Hér á landi hafa ljósmyndarar fjölmiðla getað tekið myndir í og við dómshús. Bæði í málum sem þangað eru komin til meðferðar og sömuleiðis þegar grunaðir menn eru leiddir fyrir dómara og gerð gæsluvarðhaldskrafa. Hins vegar hefur ekki mátt taka myndir eftir að dómari mætir í dómssal. Í Bretlandi er verið að fara í hina áttina og opna dómstólana frekar fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur verið ákveðið að leyfa myndatökur í breskum dómssölum þar sem þær hafa verið bannaðar hingað til. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir breska þingið og talið að það fái brautagengi. Er miðað við að leyfi fáist til að mynda í dómssölum þegar dómur er upp kveðinn. Telja myndatökur geta haft slæm áhrif Í greinargerð Miðflokksmanna sem fylgir frumvarpinu segir að þeir telji að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. „Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“ Frumvarp Miðflokksmanna er ekki nýtt af nálinni. Má segja að það dúkki upp með reglulegu millibili. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2012 og var það endurflutt á síðasta löggjafarþingi. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og má sjá hana hér að neðan. Þar tókust helst á þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og Þorsteinn Sæmundsson. Óhætt er að segja að þeir sjái hlutina í ólíku ljósi. Dómstólar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15 Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13 Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins vilja meina fjölmiðlum að taka myndir í dómshúsum af sakborningum, vitnum og hverjum öðrum sem tengjast dómsmálum sem þar eru til meðferðar. Verði frumvarp flokksins um breytingar á lögunum samþykkt verða myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum eða vitnum á leið í dómshús eða frá því óheimilar. Þorsteinn Sæmundsson er flutningsmaður frumvarpsins en vísað er til fyrirmynda frá Noregi og Danmörku þar sem myndatökur eru bannaðar á leið til eða frá þinghaldi og sömuleiðis í dómshúsi. Misjafnt er hvernig þessu er farið milli landa. Hér á landi hafa ljósmyndarar fjölmiðla getað tekið myndir í og við dómshús. Bæði í málum sem þangað eru komin til meðferðar og sömuleiðis þegar grunaðir menn eru leiddir fyrir dómara og gerð gæsluvarðhaldskrafa. Hins vegar hefur ekki mátt taka myndir eftir að dómari mætir í dómssal. Í Bretlandi er verið að fara í hina áttina og opna dómstólana frekar fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur verið ákveðið að leyfa myndatökur í breskum dómssölum þar sem þær hafa verið bannaðar hingað til. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir breska þingið og talið að það fái brautagengi. Er miðað við að leyfi fáist til að mynda í dómssölum þegar dómur er upp kveðinn. Telja myndatökur geta haft slæm áhrif Í greinargerð Miðflokksmanna sem fylgir frumvarpinu segir að þeir telji að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. „Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi. Slíkar myndatökur geta haft óeðlileg áhrif á gang mála.“ Frumvarp Miðflokksmanna er ekki nýtt af nálinni. Má segja að það dúkki upp með reglulegu millibili. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2012 og var það endurflutt á síðasta löggjafarþingi. Málið var til umræðu á Alþingi í gær og má sjá hana hér að neðan. Þar tókust helst á þeir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og Þorsteinn Sæmundsson. Óhætt er að segja að þeir sjái hlutina í ólíku ljósi.
Dómstólar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15 Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13 Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Tekist á um skepnuna sem gleymir engu Tekist var á um birtingu dóma á netinu og nafnleynd í sakamálum á málþingi dómara og lögmanna í dag. 28. nóvember 2018 18:15
Myndatökur við dómshús þörf umræða "Það er ekki nokkur vafi á því að fólki finnist þetta óþægilegt. Menn hafa leitað til okkar og beðið um hjálp við að forðast myndatökurnar." 23. nóvember 2012 15:13
Siv vill banna myndatökur í og við dómshús Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum. 22. nóvember 2012 13:48