Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 16:51 Nýju viðbyggingu Alþingis er ætlað að líta svona út. Studio granda arkitektar Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Sjá meira
Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58