Grindvíkingar fundu vel fyrir skjálftunum: „Ég held að enginn hafi sofið hann af sér“ Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. febrúar 2020 10:52 Skjálftarnir skóku Grindavík og Grindvíkingar tóku vel eftir kraftinum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira