Telja að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2020 23:03 Frá eldissvæðinu innan við Hringsdal. Vísir/aðsend Talið er að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist í kvíum nærri Bíldudal vegna óveðurs í janúar. Verðmætabjörgun hefur staðið yfir en eftirlitsmaður Matvælastofnunar segir enga hættu hafa verið á umhverfisslysi. Arnarlax er með höfuðstöðvar á Bíldudal. Í janúar varð mikill laxadauði í sjókvíum innan við Hringsdal sem er einn af fjórum stöðum þar sem Arnarlax er með eldi. Það er rakið til fordæmalausrar veðráttu. Óveður olli straumköstum sem olli því að fiskur nuddaðist upp við kvíanótina. Þannig myndast sár sem geta valdið dauða. „Það er fyrst fremst fordæmalaus veðrátta sem er búin að vera ríkjandi fyrir miðjan desember. Sem hefur seinkað bæði slátrun, fráfærum frá sláturhúsi og síðan hefur sérstaklega óveðurslægðirnar sem fóru í janúar að fiskurinn nuddaði sig við nótina, sérstaklega í einni nót,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun. „Sirka fjögur prósent" Gísli var staddur á Bíldudal þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Spurður hve mikil afföll hafa orðið á eldislaxi svarar Gísli: „Versta kvíin, það eru þrjú hundruð tonn bara þar. Mér sýnist þetta vera einhver 570 tonn í heildina.“ Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir þetta magn vera um fjögur prósent af þeim fjölda fiska sem Arnarlax setti út árið 2018. „Þetta er stór fiskur, um sex kíló að meðalstærð. Fimm til sex hundruð tonn eru þá innan við hundrað þúsund fiskar. Við settum út 2,5 milljónir fiska árið 2018, þá eru þetta sirka fjögur prósent af fjölda þeirra fiska sem var settur út,“ segir Kjartan. Skip kölluð til hjálpar Þegar ljóst var að dauði eldislaxa hefði aukist í óveðri var ákvað að fá nótabátinn Sighvat Bjarnason frá Vestmannaeyjum til að hreinsa afföllin úr kvíum. Affallið er sett í meltu sem fer í dýrafóður að sögn Kjartans. „Það hefur verið mikill lægðagangur og óveður og mikilvægt að taka sem mest úr kvíunum á milli lægðanna. Sighvatur var fenginn til að aðstoða við það. Við erum hins vegar búin að þakka þeim flotta hópi. Áhöfnin á Sighvati hefur lokið sínum störfum og skipið farið til baka,“ segir Kjartan. Þá var brunnbáturinn Akvaprins fenginn frá Austfjörðum þar sem hann er nýttur við eldisstarfsemi. „Akvaprins sækir lifandi fisk úr kvíunum og hjálpar okkur að taka aukið magn í gegnum vinnsluna okkar.“ Á meðan unnið er að verðmætabjörgun úr kvíunum ætlar Arnarlax að vinna um 200 tonn á dag. Þar kemur norska sláturskipið Norwegian Gannet til skjalanna sem hefur verið við Bíldudal undanfarna daga. Gísli Jónsson segir Arnarlax hafa brugðist vel við þessu ástandi. „Þetta sláturskip var kallað til hjálpar. Eins voru kölluð til skip til að ná upp dauðum fiski. Það var í rauninni á engum tímapunkti hætta á einhverju umhverfisslysi. Mitt mat er að þetta lítur mjög vel út í dag. Það verið að klára slátrun upp úr þessari kví númer fjögur sem fór verst. Svo er farið í næstu kví og eftir það eru tvær kvíar eftir. Þeir eru algjörlega komnir fyrir vind,“ segir Gísli. Þykir miður að missa fisk Kjartan segir það miður að missa fisk. „Við erum aldrei sáttir í slíkri stöðu. Almennt geta afföll verið á bilinu fimm til tuttugu prósent. Það fer auðvitað eftir tíðarfari og aðstæðum. Norðmenn lentu í þörungablómum á síðasta ári og eru sennilega nærri 20 prósentum í sínum rekstri. Það er auðvitað svo í rekstri eins og þessum þá gerum við ráð fyrir afföllum í áætlunum okkar. Við höfum haldið okkur við áætlun um uppskeru á þessu ári um 10 þúsund tonn. Við förum reglulega yfir stöðuna og sjáum ekki ástæðu til að breyta þeirri áætlun,“ segir Kjartan. Frá Bíldudalshöfn þar sem mikið hefur verið að gera undanfarna daga. Þegar hann er spurður hvort tilkoma Norwegian Gannet komi til með að minnka vinnu í landi á Bíldudal svarar Kjartan: „Fiskeldið er almennt í örum vexti. Við slátruðum í fyrra rúmlega 13000 tonn með Artic Fish á Bíldudal. Við munum slátra 18 þúsund tonnum í ár, það eru veruleg aukning að verða á milli ára. Sláturskip eins og Gannet hefur þau áhrif að við getum fært meira magn í gegnum vinnsluna okkar. Það er einn af þeim lærdómum sem við drögum af þessari stöðu, að hafa umfram afkastagetu í landi er mjög mikilvægt þannig að maður getur brugðist strax við, þannig að það sé hægt að bregðast við og taka sem mest af þeim fiski inn í markaðinn. Það er lærdómurinn. Þessi vöxtur mun halda áfram hérna og við munum vinna með meira magn í ár en við gerðum á síðasta ári,“ segir Kjartan. Draga lærdóm af ástandinu Þegar Gísli er spurður hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist aftur líkt og Arnarlax hefur staðið frammi fyrir undanfarið svarar hann: „Fyrst og fremst að passa að missa ekki of mikinn sláturfisk inn í sjálfan veturinn, janúar febrúar, ég held að það sé sem menn eru að læra betur og betur á,“ segir Gísli. Kjartan segir nokkra reynslu komna á laxeldi á svæðunum. „Þau hafa mismunandi kosti og kalla. Ég tel þetta hafa verið mikilvæg reynsla á Hringsdalinn sem eldissvæði. Við munum ekki geta komið í veg fyrir að þessar aðstæður koma upp nema við lærum að bregðast við og við lærum að vinna með aðstæðurnar og sinna okkar eldi eftir því. Ég held að þetta hafi verið okkur mjög mikilvægt lexía sem við höfum fengið síðustu tvo mánuði í fiskeldinu,“ segir Kjartan. Segir engar skemmdir á kvíabúnaði Spurður út í mögulega umhverfisáhrif af þessum ástandi svarar Kjartan: „Ég sé ekki að það séu í raun og veru einhver umhverfisáhrif. Öll afföll eru tekin upp og unnin í meltu sem síðan fer í dýrafóður. Við höfum gætt þess sérstaklega að tryggja að sækja afföll á milli lægðanna. Ég sé ekki að það þurfi að vera nein umhverfisáhrif af þessum atburði. En aðstæður á botni og okkar spor er metið af bæði Umhverfisstofnun og yfirvöldum reglulega og borið saman við mælingar áður en fiskur er settur út. Ég sé ekki að þessi atburður hafi sérstök umhverfisáhrif, en það á eftir að skoða þessa hluti þegar við klárum að slátra upp og hverjar lokatölur verða.“ Þá segir hann engar skemmdir hafa orðið á bátum né kvíabúnaði í þeim lægða gangi sem Arnarlax hefur tekist á við undanfarna mánuði. Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Talið er að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist í kvíum nærri Bíldudal vegna óveðurs í janúar. Verðmætabjörgun hefur staðið yfir en eftirlitsmaður Matvælastofnunar segir enga hættu hafa verið á umhverfisslysi. Arnarlax er með höfuðstöðvar á Bíldudal. Í janúar varð mikill laxadauði í sjókvíum innan við Hringsdal sem er einn af fjórum stöðum þar sem Arnarlax er með eldi. Það er rakið til fordæmalausrar veðráttu. Óveður olli straumköstum sem olli því að fiskur nuddaðist upp við kvíanótina. Þannig myndast sár sem geta valdið dauða. „Það er fyrst fremst fordæmalaus veðrátta sem er búin að vera ríkjandi fyrir miðjan desember. Sem hefur seinkað bæði slátrun, fráfærum frá sláturhúsi og síðan hefur sérstaklega óveðurslægðirnar sem fóru í janúar að fiskurinn nuddaði sig við nótina, sérstaklega í einni nót,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun. „Sirka fjögur prósent" Gísli var staddur á Bíldudal þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Spurður hve mikil afföll hafa orðið á eldislaxi svarar Gísli: „Versta kvíin, það eru þrjú hundruð tonn bara þar. Mér sýnist þetta vera einhver 570 tonn í heildina.“ Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir þetta magn vera um fjögur prósent af þeim fjölda fiska sem Arnarlax setti út árið 2018. „Þetta er stór fiskur, um sex kíló að meðalstærð. Fimm til sex hundruð tonn eru þá innan við hundrað þúsund fiskar. Við settum út 2,5 milljónir fiska árið 2018, þá eru þetta sirka fjögur prósent af fjölda þeirra fiska sem var settur út,“ segir Kjartan. Skip kölluð til hjálpar Þegar ljóst var að dauði eldislaxa hefði aukist í óveðri var ákvað að fá nótabátinn Sighvat Bjarnason frá Vestmannaeyjum til að hreinsa afföllin úr kvíum. Affallið er sett í meltu sem fer í dýrafóður að sögn Kjartans. „Það hefur verið mikill lægðagangur og óveður og mikilvægt að taka sem mest úr kvíunum á milli lægðanna. Sighvatur var fenginn til að aðstoða við það. Við erum hins vegar búin að þakka þeim flotta hópi. Áhöfnin á Sighvati hefur lokið sínum störfum og skipið farið til baka,“ segir Kjartan. Þá var brunnbáturinn Akvaprins fenginn frá Austfjörðum þar sem hann er nýttur við eldisstarfsemi. „Akvaprins sækir lifandi fisk úr kvíunum og hjálpar okkur að taka aukið magn í gegnum vinnsluna okkar.“ Á meðan unnið er að verðmætabjörgun úr kvíunum ætlar Arnarlax að vinna um 200 tonn á dag. Þar kemur norska sláturskipið Norwegian Gannet til skjalanna sem hefur verið við Bíldudal undanfarna daga. Gísli Jónsson segir Arnarlax hafa brugðist vel við þessu ástandi. „Þetta sláturskip var kallað til hjálpar. Eins voru kölluð til skip til að ná upp dauðum fiski. Það var í rauninni á engum tímapunkti hætta á einhverju umhverfisslysi. Mitt mat er að þetta lítur mjög vel út í dag. Það verið að klára slátrun upp úr þessari kví númer fjögur sem fór verst. Svo er farið í næstu kví og eftir það eru tvær kvíar eftir. Þeir eru algjörlega komnir fyrir vind,“ segir Gísli. Þykir miður að missa fisk Kjartan segir það miður að missa fisk. „Við erum aldrei sáttir í slíkri stöðu. Almennt geta afföll verið á bilinu fimm til tuttugu prósent. Það fer auðvitað eftir tíðarfari og aðstæðum. Norðmenn lentu í þörungablómum á síðasta ári og eru sennilega nærri 20 prósentum í sínum rekstri. Það er auðvitað svo í rekstri eins og þessum þá gerum við ráð fyrir afföllum í áætlunum okkar. Við höfum haldið okkur við áætlun um uppskeru á þessu ári um 10 þúsund tonn. Við förum reglulega yfir stöðuna og sjáum ekki ástæðu til að breyta þeirri áætlun,“ segir Kjartan. Frá Bíldudalshöfn þar sem mikið hefur verið að gera undanfarna daga. Þegar hann er spurður hvort tilkoma Norwegian Gannet komi til með að minnka vinnu í landi á Bíldudal svarar Kjartan: „Fiskeldið er almennt í örum vexti. Við slátruðum í fyrra rúmlega 13000 tonn með Artic Fish á Bíldudal. Við munum slátra 18 þúsund tonnum í ár, það eru veruleg aukning að verða á milli ára. Sláturskip eins og Gannet hefur þau áhrif að við getum fært meira magn í gegnum vinnsluna okkar. Það er einn af þeim lærdómum sem við drögum af þessari stöðu, að hafa umfram afkastagetu í landi er mjög mikilvægt þannig að maður getur brugðist strax við, þannig að það sé hægt að bregðast við og taka sem mest af þeim fiski inn í markaðinn. Það er lærdómurinn. Þessi vöxtur mun halda áfram hérna og við munum vinna með meira magn í ár en við gerðum á síðasta ári,“ segir Kjartan. Draga lærdóm af ástandinu Þegar Gísli er spurður hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist aftur líkt og Arnarlax hefur staðið frammi fyrir undanfarið svarar hann: „Fyrst og fremst að passa að missa ekki of mikinn sláturfisk inn í sjálfan veturinn, janúar febrúar, ég held að það sé sem menn eru að læra betur og betur á,“ segir Gísli. Kjartan segir nokkra reynslu komna á laxeldi á svæðunum. „Þau hafa mismunandi kosti og kalla. Ég tel þetta hafa verið mikilvæg reynsla á Hringsdalinn sem eldissvæði. Við munum ekki geta komið í veg fyrir að þessar aðstæður koma upp nema við lærum að bregðast við og við lærum að vinna með aðstæðurnar og sinna okkar eldi eftir því. Ég held að þetta hafi verið okkur mjög mikilvægt lexía sem við höfum fengið síðustu tvo mánuði í fiskeldinu,“ segir Kjartan. Segir engar skemmdir á kvíabúnaði Spurður út í mögulega umhverfisáhrif af þessum ástandi svarar Kjartan: „Ég sé ekki að það séu í raun og veru einhver umhverfisáhrif. Öll afföll eru tekin upp og unnin í meltu sem síðan fer í dýrafóður. Við höfum gætt þess sérstaklega að tryggja að sækja afföll á milli lægðanna. Ég sé ekki að það þurfi að vera nein umhverfisáhrif af þessum atburði. En aðstæður á botni og okkar spor er metið af bæði Umhverfisstofnun og yfirvöldum reglulega og borið saman við mælingar áður en fiskur er settur út. Ég sé ekki að þessi atburður hafi sérstök umhverfisáhrif, en það á eftir að skoða þessa hluti þegar við klárum að slátra upp og hverjar lokatölur verða.“ Þá segir hann engar skemmdir hafa orðið á bátum né kvíabúnaði í þeim lægða gangi sem Arnarlax hefur tekist á við undanfarna mánuði.
Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira