Klopp er á því að Atlético hafi verið að reyna að láta reka Mané af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 09:30 Sadio Mané fær hér gula spjaldið í leiknum í gær. Getty/Angel Martinez Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira