Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira