Stjörnulífið: Ástin blómstraði á Valentínusardegi Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Dagur ástarinnar fyrirferðamikill hjá stjörnunum. Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum. Parið Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani fögnuðu Valentínusardeginum en hún birti gamalt myndband af þeim tveimur saman í tilefni dagsins. Sunneva Einarsdóttir var glæsileg að vanda en lítið fór fyrir myndum af henni og kærastanum Benedikti Bjarnasyni í kringum dag ástarinnar. Þó birti Sunneva á Instagram mynd af blómvendi og hjarta og má ætla að hann hafi komið frá einhverjum sem stendur henni nærri. Þeir Gunni og Felix pósuðu með Flóna á laugardagskvöldið. Flóni setti allt á hliðina með ábreiðu sinni af laginu Nína á Söngvakeppninni. Eyjólfur Kristjánsson leggur blessun sína yfir ábreiðuna. Einar Bárðarson skellti sér í göngutúr í sólinni. Salka Sól birti fallegar bumbumyndir af sjálfri sér eftir Eygló Gísla. Samfélagsmiðlastjarnan Bryndís Líf fagnaði Valentínusardeginum með sjálfri sér. Sagði ekki vitur maður að mikilvægt væri að læra að elska sjálfan sig áður en maður elskar einhvern annan? Eurovision-farinn Ari Ólafsson fagnaði Valentínusardeginum með kærustunni sinni Sólveigu Lilju. „Verð meira ástfanginn á hverjum einasta degi af þessari draumadís,“ segir Ari í færslu á Instagram. Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson var stoltur af unnustu sinni á degi ástarinnar. Hann er í sambandi með Fanneyju Söndru. Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hélt upp á Valentínusardaginn með ástinni sinni. Samfélagsmiðlastjarnan Vihelm Neto með skemmtilega túlkun á lægðunum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson skírði dóttur sína um helgina og fékk hún nafnið Andrea Guðrún og á sú unga því tvær nöfnur. Langamma Andreu Guðrúnar litlu er Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi þingmaður. Haukur og Bryndís Ýrr Pálsdóttir eiga saman tvö börn. Camilla Rut fór í sitt fínasta púss og setti upp sparibrosið. Hún lýsir sér aftur móti sjálf svona á myndinni: „Það sem ég sé: Það svöng að ég gæti borðað ykkur öll, í kjól sem ég keypti 4x stærðum of stóran til að koma yfir kúluna, í mest ósexy óléttunærbuxum í heimi með fótapirring líka.“ Birgitta Líf skellti sér út úr bænum um helgina. Sóli Hólm sem Jóhann Arnar dansdómari í Allir geta dansað. Fór algörlega á kostum á döstudagskvöldið á Stöð 2. Manuela Ósk rifjaði upp yndislegt augnablik frá því síðasta sumar þegar Jón Eyþór mætti óvænt í afmælið hennar. „Krúttaði yfir sig og alla aðra og mætti með dansskóna til mín, blóm og lakkrísbombur. Ég hélt smá að hann væri skotinn í mér þarna - en ég veit alla vega að hann er skotinn í mér núna.“ Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason eru nýtt par og birtu þau bæði fallegar myndir um helgina. Alexandra Helga og Gylfi Þór Sigurðsson skelltu sér út að borða í Dúbaí. Stjörnulífið Valentínusardagurinn Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum. Parið Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani fögnuðu Valentínusardeginum en hún birti gamalt myndband af þeim tveimur saman í tilefni dagsins. Sunneva Einarsdóttir var glæsileg að vanda en lítið fór fyrir myndum af henni og kærastanum Benedikti Bjarnasyni í kringum dag ástarinnar. Þó birti Sunneva á Instagram mynd af blómvendi og hjarta og má ætla að hann hafi komið frá einhverjum sem stendur henni nærri. Þeir Gunni og Felix pósuðu með Flóna á laugardagskvöldið. Flóni setti allt á hliðina með ábreiðu sinni af laginu Nína á Söngvakeppninni. Eyjólfur Kristjánsson leggur blessun sína yfir ábreiðuna. Einar Bárðarson skellti sér í göngutúr í sólinni. Salka Sól birti fallegar bumbumyndir af sjálfri sér eftir Eygló Gísla. Samfélagsmiðlastjarnan Bryndís Líf fagnaði Valentínusardeginum með sjálfri sér. Sagði ekki vitur maður að mikilvægt væri að læra að elska sjálfan sig áður en maður elskar einhvern annan? Eurovision-farinn Ari Ólafsson fagnaði Valentínusardeginum með kærustunni sinni Sólveigu Lilju. „Verð meira ástfanginn á hverjum einasta degi af þessari draumadís,“ segir Ari í færslu á Instagram. Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson var stoltur af unnustu sinni á degi ástarinnar. Hann er í sambandi með Fanneyju Söndru. Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hélt upp á Valentínusardaginn með ástinni sinni. Samfélagsmiðlastjarnan Vihelm Neto með skemmtilega túlkun á lægðunum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson skírði dóttur sína um helgina og fékk hún nafnið Andrea Guðrún og á sú unga því tvær nöfnur. Langamma Andreu Guðrúnar litlu er Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi þingmaður. Haukur og Bryndís Ýrr Pálsdóttir eiga saman tvö börn. Camilla Rut fór í sitt fínasta púss og setti upp sparibrosið. Hún lýsir sér aftur móti sjálf svona á myndinni: „Það sem ég sé: Það svöng að ég gæti borðað ykkur öll, í kjól sem ég keypti 4x stærðum of stóran til að koma yfir kúluna, í mest ósexy óléttunærbuxum í heimi með fótapirring líka.“ Birgitta Líf skellti sér út úr bænum um helgina. Sóli Hólm sem Jóhann Arnar dansdómari í Allir geta dansað. Fór algörlega á kostum á döstudagskvöldið á Stöð 2. Manuela Ósk rifjaði upp yndislegt augnablik frá því síðasta sumar þegar Jón Eyþór mætti óvænt í afmælið hennar. „Krúttaði yfir sig og alla aðra og mætti með dansskóna til mín, blóm og lakkrísbombur. Ég hélt smá að hann væri skotinn í mér þarna - en ég veit alla vega að hann er skotinn í mér núna.“ Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason eru nýtt par og birtu þau bæði fallegar myndir um helgina. Alexandra Helga og Gylfi Þór Sigurðsson skelltu sér út að borða í Dúbaí.
Stjörnulífið Valentínusardagurinn Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira