Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 22:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, Vísir. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Skilur vel að fólk bíði óþreyjufullt eftir fréttum Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Skilur vel að fólk bíði óþreyjufullt eftir fréttum Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira