Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 18:10 Það var afar hvasst í höfuðborginni í dag. Lægðin á morgun verður öllu rólegri. Vísir/Vilhelm Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02