Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2020 15:36 Frá stofnfundi Íslendingafélagsins í byrjun janúar. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum. Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins á Gran Canaria segir mikil vonbrigði að geta ekki boðið upp á þorramat á fyrsta þorrablóti félagsins sem fram fer í kvöld. Ástæðan er sú að matnum, virði mörg hundruð þúsunda, var hent í ruslið á flugvellinum á Kanaríeyjum. Boðið verður upp á kjötsúpu í staðinn. Íslendingafélagið var stofnað í byrjun árs. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, segir fólk hafa gengið með þann draum í lengri tíma að stofna félagið og halda þorrablót. Líklega búi búi á þriðja hundrað Íslendingar á eyjunni og mikil eftirvænting hafi verið fyrir blótinu. „Við pöntuðum allan matinn frá Íslandi,“ segir Jóhanna Kristín. Kjarnafæði hafi séð um matinn og segir formaðurinn öll samskipti við félagið hafa verið til fyrirmyndar. Annað hafi verið uppi á teningnum hjá flutningsaðilanum, DHL. „Það klikkaði eitthvað hjá þeim.“ Sætir og brúnir Íslendinga á Spáni.Íslendingafélagið á Gran Cancaria Líklega þarf ekkert að efast um það enda ákvað tolllögreglan á flugvellinum ytra að henda öllum þorramatnum. Hvers vegna? Jóhanna Kristín hefur ekki svör við þeirri spurningu enda hafi öll orka hennar og stjórnarinnar farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu á mánudag. „Maturinn var kominn á eyjuna. Þeir tóku sig til og förguðu honum.“ Þá voru góð ráð dýr. Búið að selja 240 miða á blótið og hugur í fólki. Jóhanna Kristín segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að „face-a fólkið.“ Horfast í augu við stöðuna. „Stjórnin hefur verið á kafi í þessu með aðstoð góðs fólks og við erum að verða klár með kjötsúpu fyrir 240 manns,“ segir Jóhanna Kristín. Til viðbótar verði boðið upp á síldarrétti og brauð. Skemmtiatriðin verði svo auðvitað á sínum stað. Þorrablótið verður í kvöld en enginn þorramatur.Íslendingafélagið Gran Cancaria „Við reynum að gera gott úr þessu og keyrum þetta eins og við ætluðum. Nema það verður enginn þorramatur.“ Stjórnin ætlar að leita réttar síns í málinu og sjá hvað hægt sé að gera. Jóhanna Kristín vill ekki nefna nákvæma fjárhæð sem glataðist nema að um sé að ræða mikla peninga. Sérstaklega fyrir nýstofnað félag. Þau hafi engin svör fengið enn sem komið er nema ljóst sé að eitthvað hafi klikkað í pappírunum hjá DHL. Jóhanna Kristín, sem er eyjakona með meiru hvort sem er á Heimaey eða Gran Canaria, hefur búið í fjögur ár á Kanaríeyjum og unir hag sínum vel. Þar er í dag 30 stiga hiti en veturinn hafi verið óvenjuhlýr. „Ég er bara á Suðurhafseyjum, einni við Ísland og einni hér,“ segir Jóhanna á léttum nótum.
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira