Sverrir birtir einlæga færslu um nýfædda dóttur og Kristínu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2020 13:30 Þegar Sverrir og Kristín tilkynntu að þau ættu von á barni. Mynd/instagram-síða Sverris Söngvarinn Sverrir Bergmann skrifar fallega færslu á Instagram þar sem hann segir frá því að dóttir hans og Kristínu Evu Geirsdóttur, lögfræðingi, hafi komið í heiminn 4. febrúar síðastliðinn. „Þann 4. febrúar kl.17:48 kom í heiminn gullfalleg stúlka sem vó 3222g (tæpar 13 merkur). Aldrei í lífinu hefði mig órað fyrir því hversu erfið og jafnframt mögnuð upplifun það er að fæða barn. Ég hef dýrkað og dáð hana Kristínu mínu frá því ég hitti hana fyrst en núna er hún komin á eitthvað æðra stig sem ég hef ekki orð yfir að lýsa. Barnið var í framhöfuðstöðu sem þýddi að þetta var ennþá erfiðara fyrir vikið,“ skrifar Sverrir. Hann segir að stúlkan hafið komið í heiminn klukkan 17:48. „Þá var allur sársaukinn og allt stritið vel þess virði. Þvílíka hetjan sem þessi kona er og þvílíkt undratól sem kvenlíkaminn er. Gleðin á þessum tíma var yfirgnæfandi og grétum við bæði á meðan við virtum fyrir okkur þessa fallegu manneskju sem var að koma í heiminn og fangaði hjarta okkar á augabragði. Það er ómetanlegt fyrir okkur að upplifa þetta saman og mér algerlega óskiljanlegt hvernig Kristín fór að þessu.“ Parið dvaldi í tvö daga á sængurdeild áður en þau fengu að fara heim. „Og lífið orðið breytt fyrir lífstíð. Allt er orðið eins og það á að vera. Kristínu og dóttur okkar líður vel. Litla drekkur og drekkur, kúkar, pissar og lætur í sér heyra. Yndislegt. Ég læt nokkrar myndir fylgja með og eina af fylgjunni. Í þessum belg var stúlkan okkar síðustu 9 mánuði þar sem hún nærðist, stækkaði og dafnið. Ótrúlegt. Magnað. Pabbi meyr, stoltur og þakklátur.“ Hér að neðan má sjá myndir sem Sverrir Bergmann birti. View this post on Instagram Þann 4. febrúar kl.17:48 kom í heiminn gullfalleg stúlka sem vóg 3222g (tæpar 13 merkur). Aldrei í lífinu hefði mig órað fyrir því hversu erfið og jafnframt mögnuð upplifun það er að fæða barn. Ég hef dýrkað og dáð hana Kristínu mínu frá því ég hitti hana fyrst en núna er hún komin á eitthvað æðra stig sem ég hef ekki orð yfir að lýsa. Barnið var í framhöfuðstöðu sem þýddi að þetta var ennþá erfiðara fyrir vikið. En mín fékk einhvern óútskýranlegan kraft og kl.17:48 fékk hún dóttur okkar í fangið og þá var allur sársaukinn og allt stritið vel þess virði. Þvílíka hetjan sem þessi kona er og þvílíkt undratól sem kvenlíkaminn er. Gleðin á þessum tíma var yfirgnæfandi og grétum við bæði á meðan við virtum fyrir okkur þessa fallegu manneskju sem var að koma í heiminn og fangaði hjarta okkar á augabragði. Það er ómetanlegt fyrir okkur að upplifa þetta saman og mér algerlega óskiljanlegt hvernig Kristín fór að þessu. Eftir 2 daga á sængurdeild vorum við svo komin heim og lífið orðið breytt fyrir lífstíð. Allt er orðið eins og það á að vera. Kristínu og dóttur okkar líður vel. Litla drekkur og drekkur, kúkar, pissar og lætur í sér heyra. Yndislegt. Ég læt nokkrar myndir fylgja með og eina af fylgjunni. Í þessum belg var stúlkan okkar síðustu 9 mánuði þar sem hún nærðist, stækkaði og dafnið. Ótrúlegt. Magnað. Pabbi meyr, stoltur og þakklátur. A post shared by Sverrir Bergmann (@sverrirbergmann) on Feb 8, 2020 at 9:36am PST Tímamót Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira
Söngvarinn Sverrir Bergmann skrifar fallega færslu á Instagram þar sem hann segir frá því að dóttir hans og Kristínu Evu Geirsdóttur, lögfræðingi, hafi komið í heiminn 4. febrúar síðastliðinn. „Þann 4. febrúar kl.17:48 kom í heiminn gullfalleg stúlka sem vó 3222g (tæpar 13 merkur). Aldrei í lífinu hefði mig órað fyrir því hversu erfið og jafnframt mögnuð upplifun það er að fæða barn. Ég hef dýrkað og dáð hana Kristínu mínu frá því ég hitti hana fyrst en núna er hún komin á eitthvað æðra stig sem ég hef ekki orð yfir að lýsa. Barnið var í framhöfuðstöðu sem þýddi að þetta var ennþá erfiðara fyrir vikið,“ skrifar Sverrir. Hann segir að stúlkan hafið komið í heiminn klukkan 17:48. „Þá var allur sársaukinn og allt stritið vel þess virði. Þvílíka hetjan sem þessi kona er og þvílíkt undratól sem kvenlíkaminn er. Gleðin á þessum tíma var yfirgnæfandi og grétum við bæði á meðan við virtum fyrir okkur þessa fallegu manneskju sem var að koma í heiminn og fangaði hjarta okkar á augabragði. Það er ómetanlegt fyrir okkur að upplifa þetta saman og mér algerlega óskiljanlegt hvernig Kristín fór að þessu.“ Parið dvaldi í tvö daga á sængurdeild áður en þau fengu að fara heim. „Og lífið orðið breytt fyrir lífstíð. Allt er orðið eins og það á að vera. Kristínu og dóttur okkar líður vel. Litla drekkur og drekkur, kúkar, pissar og lætur í sér heyra. Yndislegt. Ég læt nokkrar myndir fylgja með og eina af fylgjunni. Í þessum belg var stúlkan okkar síðustu 9 mánuði þar sem hún nærðist, stækkaði og dafnið. Ótrúlegt. Magnað. Pabbi meyr, stoltur og þakklátur.“ Hér að neðan má sjá myndir sem Sverrir Bergmann birti. View this post on Instagram Þann 4. febrúar kl.17:48 kom í heiminn gullfalleg stúlka sem vóg 3222g (tæpar 13 merkur). Aldrei í lífinu hefði mig órað fyrir því hversu erfið og jafnframt mögnuð upplifun það er að fæða barn. Ég hef dýrkað og dáð hana Kristínu mínu frá því ég hitti hana fyrst en núna er hún komin á eitthvað æðra stig sem ég hef ekki orð yfir að lýsa. Barnið var í framhöfuðstöðu sem þýddi að þetta var ennþá erfiðara fyrir vikið. En mín fékk einhvern óútskýranlegan kraft og kl.17:48 fékk hún dóttur okkar í fangið og þá var allur sársaukinn og allt stritið vel þess virði. Þvílíka hetjan sem þessi kona er og þvílíkt undratól sem kvenlíkaminn er. Gleðin á þessum tíma var yfirgnæfandi og grétum við bæði á meðan við virtum fyrir okkur þessa fallegu manneskju sem var að koma í heiminn og fangaði hjarta okkar á augabragði. Það er ómetanlegt fyrir okkur að upplifa þetta saman og mér algerlega óskiljanlegt hvernig Kristín fór að þessu. Eftir 2 daga á sængurdeild vorum við svo komin heim og lífið orðið breytt fyrir lífstíð. Allt er orðið eins og það á að vera. Kristínu og dóttur okkar líður vel. Litla drekkur og drekkur, kúkar, pissar og lætur í sér heyra. Yndislegt. Ég læt nokkrar myndir fylgja með og eina af fylgjunni. Í þessum belg var stúlkan okkar síðustu 9 mánuði þar sem hún nærðist, stækkaði og dafnið. Ótrúlegt. Magnað. Pabbi meyr, stoltur og þakklátur. A post shared by Sverrir Bergmann (@sverrirbergmann) on Feb 8, 2020 at 9:36am PST
Tímamót Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira