Valur fór létt með ÍBV | Víkíngur Ó. halda áfram að leka mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 16:15 Sigurður Egill skoraði tvívegis gegn ÍBV í dag. Vísir/Bára Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira