Arsenal gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum yfir 4 milljónir punda Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 10:45 Mikel Arteta þjálfari Arsenal vísir/getty Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00
Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00