Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:30 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Hér má sjá Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni sótthreinsa hendur sínar. vísir/vilhelm Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30