Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:30 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Hér má sjá Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni sótthreinsa hendur sínar. vísir/vilhelm Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Fyrsta tilfelli veirunnar hér á landi var staðfest í Reykjavík í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var einn þeirra sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi um veiruna í dag. Hann var meðal spurður um hvernig veiran smitast og sagði hana ekki berast í gegnum loftið. „Veiran smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti sem þýðir að einstaklingurinn kemur við einhvern mengaðan hlut með höndunum og síðan ber maður sýkinguna upp í nefið eða augun og smitast þannig. Það er sennilega algengasta leiðin. Það er líka hægt að smitast með svokölluðu dropasmiti þar sem einhver hnerrar mjög nálægt manni og maður fær á sig dropa. En hún berst ekki í gegnum loftið. Það er yfirleitt talað um að það þurfi kannski nánd innan við einn eða tvo metra til þess að smitast þannig að veiran smitast ekki langa vegu í loftinu,“ sagði Þórólfur. Þá lagði hann áherslu á að mjög lítil hætta væri á smiti frá einkennalausum og þá væru smit í flugvél mjög fátíð. „Smithættan í fluginu er svona í kringum tvær sætaraðir framan og aftan og það helgast af loftræstibúnaði í vélunum að smitið berst yfirleitt ekki um vélina,“ sagði Þórólfur. Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mörgum spurningum svarað um kórónuveiruna, til dæmis þeirri hversu lengi hún lifir á yfirborðsflötum. Svar WHO er eftirfarandi:Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga.Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. 28. febrúar 2020 15:45
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30