Hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 18:00 Hér eru margar goðsagnir ensku úrvalsdeildarinnar komnar saman eða þeir Ryan Giggs, Dion Dublin, Alan Shearer, Jimmy Floyd Hasselbaink, Matt Le Tissier, Michael Owen, Les Ferdinand, Emile Heskey og Robin van Persie. Getty/Ben A. Pruchnie Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim. Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim.
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira