Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:36 Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Þjóðleikhúsið Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar segir að Þorleifur muni jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu. Þorleifur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann sett upp verðlaunasýningar hérlendis, til að mynda Engla alheimsins, Njálu og Guð blessi Ísland. Þorleifur mun halda áfram að leikstýra við erlend leikhús samhliða því sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleikhúsið, að því er segir í tilkynningu. Fyrsta frumsýning hans verður strax á næsta leikári, ný gerð Þorleifs af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis. Haft er eftir Þorleifi í tilkynningu að það sé honum mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið. „Það eru afskaplega spennandi hlutir að gerast í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Ég hlakka til að vinna með þeim öfluga hópi sem þar mun starfa á næstu árum. Ég mun nýta reynslu mína og tengsl til þess að opna á alþjóðlegt samtal og samstarf.“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir jafnframt í tilkynningu að það sé mikill fengur af því fyrir leikhúsið að fá Þorleif til liðs við það. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsliði Þjóðleikhússins frá því að Magnús Geir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Í síðustu viku var tilkynnt um að fimm listrænir stjórnendur, sem allir hafa starfað við Borgarleikhúsið undanfarin ár, hefðu gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Þar segir að Þorleifur muni jafnframt vinna með Þjóðleikhúsinu að því að efla alþjóðlegt samstarf leikhússins og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf á tímabilinu. Þorleifur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um Evrópu. Nú gegnir hann stöðu yfirmanns leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín, einu virtasta leikhúsi Þýskalands. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann sett upp verðlaunasýningar hérlendis, til að mynda Engla alheimsins, Njálu og Guð blessi Ísland. Þorleifur mun halda áfram að leikstýra við erlend leikhús samhliða því sem hann leikstýrir fyrir Þjóðleikhúsið, að því er segir í tilkynningu. Fyrsta frumsýning hans verður strax á næsta leikári, ný gerð Þorleifs af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Þorleifur mun ekki vinna við önnur leikhús hérlendis. Haft er eftir Þorleifi í tilkynningu að það sé honum mikið gleðiefni að snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið. „Það eru afskaplega spennandi hlutir að gerast í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið stendur á skapandi tímamótum. Ég hlakka til að vinna með þeim öfluga hópi sem þar mun starfa á næstu árum. Ég mun nýta reynslu mína og tengsl til þess að opna á alþjóðlegt samtal og samstarf.“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir jafnframt í tilkynningu að það sé mikill fengur af því fyrir leikhúsið að fá Þorleif til liðs við það. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsliði Þjóðleikhússins frá því að Magnús Geir tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Í síðustu viku var tilkynnt um að fimm listrænir stjórnendur, sem allir hafa starfað við Borgarleikhúsið undanfarin ár, hefðu gengið til liðs við Þjóðleikhúsið. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum.
Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. 20. febrúar 2020 16:02