Nýr Kia Ceed SW tengiltvinnbíll frumsýndur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Nýr Kia Ceed SW tengiltvinnbíll. Vísir/Askja Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinn útfærslu í Kia húsinu að Krókhálsi á morgun, laugardag kl 12-16 samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Kia Ceed Sportswagon PHEV er nýjasti meðlimurinn í Ceed fjölskyldunni sem hefur fengið mörg eftirsótt hönnunarverðlaun. Hinir meðlimirnir eru XCeed, ProCeed, Ceed og Ceed SW. Kia Ceed Sportswagon PHEV er með allt að 60 km rafdrægni og umhverfismilda 1,6 lítra bensínvél og eyðir hann aðeins frá 1,28l/100 km. Tengiltvinnvélin skilar bílnum samtals 141 hestafli og togið er 256 Nm. Bíllinn er með sex þrepa sjálfskiptingu sem er mjúk og þægileg og eykur enn frekar á góða aksturseiginleika bílsins. Kia Ceed Sportwagon.Vísir/Askja Nýr Kia Ceed Sportswagon PHEV er sportlegur ásýndum. Tveggja þátta grill, LED framljós með „ísmola“ LED dagljósabúnaði og þokuljósum gefa framendanum sterkan svip. Sportleg, lág hliðarlínan er með krómumgjörð um glugga og rennilega þaklínu. Innanrýmið er ríkulegt þar sem nútímaleg tækni er fullkomlega aðlöguð að 8 eða 10,25 tommu snertiskjánum sem býður upp á tengingar við aksturskerfi bílsins sem og afþreyingarkerfi. Bíllinn er mjög rúmgóður og farangursrýmið er alls 437 lítrar. Verðið á bílnum er frá 4.290.777 kr. Kia Ceed Sportswagon PHEV er með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir bílar frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. Kia er með breiða línu Plug-in Hybrid bíla og það mun aukast enn frekar með komu Kia Ceed Sportswagon PHEV. Þá er hinn nýi Kia XCeed í Plug-in Hybrid útfærslu einnig væntanlegur til landsins á næstunni en forsala á bílnum hefur staðið yfir síðustu vikur hjá Öskju. Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. 28. janúar 2020 07:00 Nýr Kia Sorento frumsýndur í Genf Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars. 19. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinn útfærslu í Kia húsinu að Krókhálsi á morgun, laugardag kl 12-16 samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju. Kia Ceed Sportswagon PHEV er nýjasti meðlimurinn í Ceed fjölskyldunni sem hefur fengið mörg eftirsótt hönnunarverðlaun. Hinir meðlimirnir eru XCeed, ProCeed, Ceed og Ceed SW. Kia Ceed Sportswagon PHEV er með allt að 60 km rafdrægni og umhverfismilda 1,6 lítra bensínvél og eyðir hann aðeins frá 1,28l/100 km. Tengiltvinnvélin skilar bílnum samtals 141 hestafli og togið er 256 Nm. Bíllinn er með sex þrepa sjálfskiptingu sem er mjúk og þægileg og eykur enn frekar á góða aksturseiginleika bílsins. Kia Ceed Sportwagon.Vísir/Askja Nýr Kia Ceed Sportswagon PHEV er sportlegur ásýndum. Tveggja þátta grill, LED framljós með „ísmola“ LED dagljósabúnaði og þokuljósum gefa framendanum sterkan svip. Sportleg, lág hliðarlínan er með krómumgjörð um glugga og rennilega þaklínu. Innanrýmið er ríkulegt þar sem nútímaleg tækni er fullkomlega aðlöguð að 8 eða 10,25 tommu snertiskjánum sem býður upp á tengingar við aksturskerfi bílsins sem og afþreyingarkerfi. Bíllinn er mjög rúmgóður og farangursrýmið er alls 437 lítrar. Verðið á bílnum er frá 4.290.777 kr. Kia Ceed Sportswagon PHEV er með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir bílar frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. Kia er með breiða línu Plug-in Hybrid bíla og það mun aukast enn frekar með komu Kia Ceed Sportswagon PHEV. Þá er hinn nýi Kia XCeed í Plug-in Hybrid útfærslu einnig væntanlegur til landsins á næstunni en forsala á bílnum hefur staðið yfir síðustu vikur hjá Öskju.
Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. 28. janúar 2020 07:00 Nýr Kia Sorento frumsýndur í Genf Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars. 19. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00
Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. 28. janúar 2020 07:00
Nýr Kia Sorento frumsýndur í Genf Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars. 19. febrúar 2020 07:00