Sportpakkinn: Fyrsta e-landsliðið í fótbolta stillir liðinu ekki upp eins og Hamrén Arnar Björnsson skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Aron Ívarsson er fyrirliði íslenska e-fótboltalandsliðsins. vísir/skjáskot Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira
Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira