Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. febrúar 2020 12:00 Rögnvaldur Ólafsson á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í gær. Vísir/Vilhelm Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. Enn hefur enginn greinst með veiruna á Íslandi. Óvissustig er nú í gildi vegna veirunnar en að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðalvarðstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eru almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld nú þegar farin að vinna að ýmsum verkefnum líkt og hættustig væri í gildi. Unnið er eftir viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs þótt enn sé ekki formlega búið að lýsa slíkum faraldri yfir. Skilgreiningin á óvissustigi er að nýr faraldur hafi greinst í mönnum og ástæða þykir til aukinnar árvekni og ítarlegs áhættumats. Sýking hefur ekki greinst hér á landi. Skilgreiningin á hættustigi er eftirfarandi: Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. „Við munum breyta stiginu hjá okkur þegar tilfelli greinist á landinu. Við erum í rauninni þegar farin að vinna ýmis verkefni sem við ættum að vera að gera á hættustigi þannig að undirbúningurinn heldur áfram og við erum búin að lyfta undirbúningnum upp alveg bara með því sem við erum að gera en við höfum ekki séð ástæðu til að breyta opinberu skilgreiningunni enn sem komið er,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu í gær. Mílanó er í Lombardy-héraði, einu af fjórum héruðum á Norður-Ítalíu sem skilgreind eru sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar.vísir/getty „Við erum ekki það barnaleg að halda að við munum sleppa við þetta“ Mögulega styttist þó í að veiran greinist hér og viðbúnaðarstig verði þá aukið. „Eins og við höfum alltaf talað um að við erum ekki það barnaleg að halda að við munum sleppa við þetta þó það væri náttúrulega stór plús ef það myndi vera þannig. En allur okkur undirbúningur miðast við að þetta komi upp og þá bara hvernig við hægjum á þessu og drögum úr áhrifum sem mest við getum þannig að það séu sem fæstir veikir á hverjum tíma,“ segir Rögnvaldur. Þá leggur hann áherslu að yfirvöld muni láta almenning vita um leið og vitað sé um staðfest smit enda sé mikilvægt að veita fólki réttar og góðar upplýsingar sem það geti treyst. Það auki öryggiskennd fólk og sé meðal annars ástæða þess að yfirvöld vilji halda reglulega upplýsingafundi vegna stöðu mála. Slíkur fundur var í fyrsta sinn haldinn í gær og annar fundur verður í dag.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Frá Hróarskeldu. Maðurinn sem greindist í Danmörku leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í borginni þegar hann fór að finna fyrir einkennum í gærmorgun.Vísir/Getty Ekkert endilega stór, rauður fáni að veiran hafi greinst í Danmörku Kórónuveiran hefur nú greinst í öllum löndum Skandinavíu eftir að smit voru staðfest í Noregi annars vegar og Danmörku hins vegar í gær og í dag. Spurður hvaða þýðingu það hafi fyrir Ísland að smit hafi til dæmis greinst í Danmörku segir Rögnvaldur landafræðina kannski örlítið afstæða í þessu. „En að sjálfsögðu ýtir það við okkur ef smit eru farin að greinast nær okkur í löndum, en staðan er bara þannig að fólk sem er hérna á Íslandi gæti hafa verið hinu megin á hnettinum fyrir hálfum sólarhring síðan. Þannig að það eitt og sér er kannski ekkert endilega stór, rauður fáni en að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem við fylgjumst vel með og líka eins og ég talaði um að við finnum aukinn áhuga hjá almenningi og fjölmiðlum því þetta er farið að færast nær okkur,“ segir Rögnvaldur. Frá hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife sem sett var í sóttkví í vikunni vegna kórónuveirusmits. Að minnsta kosti tíu Íslendingar eru í sóttkví á hótelinu.vísir/getty Reyna að kortleggja hversu margir eru í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til fólks að ferðast ekki á þau svæði sem skilgreind hafa verið sem áhættusvæði, það er til Kína, fjögurra svæða á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kóreu og Írans. Þá er mælst til þess, hafi fólk verið á þessum áhættusvæðum nýlega, að það fari í fjórtán daga sóttkví. Einnig er mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga. Rögnvaldur segir ekki til nákvæmar upplýsingar um það hversu margir séu í sóttkví hér á landi en í dag á að reyna að kortleggja það betur. „Það er eitt af því sem við ætlum að skoða í dag hvort það sé hægt að kortleggja það einhvern veginn því þetta eru tilmæli okkar og sóttvarnalæknis til fólks að það fari í sóttkví ef þessar skilgreiningar eiga við þau. Sumir hafa gert þetta þegjandi og hljóðalaust en aðrir hafa látið vita af sér þannig að við erum að skoða hvort við getum náð betur utan um þetta til að hafa þessa upplýsingar miðlægar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Greindist með kórónuveiru í annað sinn Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. 27. febrúar 2020 11:35 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. Enn hefur enginn greinst með veiruna á Íslandi. Óvissustig er nú í gildi vegna veirunnar en að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðalvarðstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eru almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld nú þegar farin að vinna að ýmsum verkefnum líkt og hættustig væri í gildi. Unnið er eftir viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs þótt enn sé ekki formlega búið að lýsa slíkum faraldri yfir. Skilgreiningin á óvissustigi er að nýr faraldur hafi greinst í mönnum og ástæða þykir til aukinnar árvekni og ítarlegs áhættumats. Sýking hefur ekki greinst hér á landi. Skilgreiningin á hættustigi er eftirfarandi: Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. „Við munum breyta stiginu hjá okkur þegar tilfelli greinist á landinu. Við erum í rauninni þegar farin að vinna ýmis verkefni sem við ættum að vera að gera á hættustigi þannig að undirbúningurinn heldur áfram og við erum búin að lyfta undirbúningnum upp alveg bara með því sem við erum að gera en við höfum ekki séð ástæðu til að breyta opinberu skilgreiningunni enn sem komið er,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu í gær. Mílanó er í Lombardy-héraði, einu af fjórum héruðum á Norður-Ítalíu sem skilgreind eru sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar.vísir/getty „Við erum ekki það barnaleg að halda að við munum sleppa við þetta“ Mögulega styttist þó í að veiran greinist hér og viðbúnaðarstig verði þá aukið. „Eins og við höfum alltaf talað um að við erum ekki það barnaleg að halda að við munum sleppa við þetta þó það væri náttúrulega stór plús ef það myndi vera þannig. En allur okkur undirbúningur miðast við að þetta komi upp og þá bara hvernig við hægjum á þessu og drögum úr áhrifum sem mest við getum þannig að það séu sem fæstir veikir á hverjum tíma,“ segir Rögnvaldur. Þá leggur hann áherslu að yfirvöld muni láta almenning vita um leið og vitað sé um staðfest smit enda sé mikilvægt að veita fólki réttar og góðar upplýsingar sem það geti treyst. Það auki öryggiskennd fólk og sé meðal annars ástæða þess að yfirvöld vilji halda reglulega upplýsingafundi vegna stöðu mála. Slíkur fundur var í fyrsta sinn haldinn í gær og annar fundur verður í dag.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Frá Hróarskeldu. Maðurinn sem greindist í Danmörku leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í borginni þegar hann fór að finna fyrir einkennum í gærmorgun.Vísir/Getty Ekkert endilega stór, rauður fáni að veiran hafi greinst í Danmörku Kórónuveiran hefur nú greinst í öllum löndum Skandinavíu eftir að smit voru staðfest í Noregi annars vegar og Danmörku hins vegar í gær og í dag. Spurður hvaða þýðingu það hafi fyrir Ísland að smit hafi til dæmis greinst í Danmörku segir Rögnvaldur landafræðina kannski örlítið afstæða í þessu. „En að sjálfsögðu ýtir það við okkur ef smit eru farin að greinast nær okkur í löndum, en staðan er bara þannig að fólk sem er hérna á Íslandi gæti hafa verið hinu megin á hnettinum fyrir hálfum sólarhring síðan. Þannig að það eitt og sér er kannski ekkert endilega stór, rauður fáni en að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem við fylgjumst vel með og líka eins og ég talaði um að við finnum aukinn áhuga hjá almenningi og fjölmiðlum því þetta er farið að færast nær okkur,“ segir Rögnvaldur. Frá hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife sem sett var í sóttkví í vikunni vegna kórónuveirusmits. Að minnsta kosti tíu Íslendingar eru í sóttkví á hótelinu.vísir/getty Reyna að kortleggja hversu margir eru í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til fólks að ferðast ekki á þau svæði sem skilgreind hafa verið sem áhættusvæði, það er til Kína, fjögurra svæða á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kóreu og Írans. Þá er mælst til þess, hafi fólk verið á þessum áhættusvæðum nýlega, að það fari í fjórtán daga sóttkví. Einnig er mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga. Rögnvaldur segir ekki til nákvæmar upplýsingar um það hversu margir séu í sóttkví hér á landi en í dag á að reyna að kortleggja það betur. „Það er eitt af því sem við ætlum að skoða í dag hvort það sé hægt að kortleggja það einhvern veginn því þetta eru tilmæli okkar og sóttvarnalæknis til fólks að það fari í sóttkví ef þessar skilgreiningar eiga við þau. Sumir hafa gert þetta þegjandi og hljóðalaust en aðrir hafa látið vita af sér þannig að við erum að skoða hvort við getum náð betur utan um þetta til að hafa þessa upplýsingar miðlægar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Greindist með kórónuveiru í annað sinn Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. 27. febrúar 2020 11:35 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25
Greindist með kórónuveiru í annað sinn Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. 27. febrúar 2020 11:35
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34