„Get ekki gert þetta neitt betur“ Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var. Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var.
Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25
Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15