Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 16:50 Ólafur segir varla nokkurn mann vera á ferli, enda sé veður enn frekar slæmt. Félag atvinnurekenda/Ólafur Stephensen „Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“ Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
„Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“
Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira