Pólskur dagur í Vestmannaeyjum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2020 12:00 Pólskur dagur er haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum í dag. Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris. Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Pólsk menningarhátíð stendur yfir í Vestmannaeyjum í dag þar sem Pólverjar á staðnum kynna sína menningu fyrir heimamönnum. Um tvö hundruð og fimmtíu Pólverjar búa í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar hófst klukkan 10:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Það er Vestmannaeyjabær og Pólska sendiráðið í Reykjavík, sem standa fyrir deginum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum með Pólskan dag og þar koma góðir gestir af fasta landinu til að koma og vera með okkur. Við erum að kynna og kynnast Pólskri menningu og öll dagskráin er sett upp þannig, við köllum hana tvítyngda, þú getur bæði notið hennar á íslensku og pólsku og hugsunin er að þeir Pólverjar sem eru hjá okkur, sem eru tæplega 250 að við fáum að kynnast svolítið þeirra menningu og við fáum að kynnast þeim“, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris leggur áherslu á að vel sé tekið á móti nýjum Vestmanneyingum og að þeir aðlagist strax samfélaginu vel og finni sig velkomna sem íbúa bæjarins. Í dag búa um 500 íbúar í Eyjum sem hafa annað móðurmál en íslensku. Dagskrá dagsins er bæði fjölbreytt og skemmtileg. En hvernig gengur með Pólverjana 250 ? „Það gengur bara vel, við erum rosalega þakklát fyrir að hafa þessa fjölmenningu. Hún gerir okkur bara rík, bæði bætir hún við þekkingu og fræðir okkur og eykur víðsýni og umburðarlyndi“. Dagskrá dagsins í Vestmannaeyjum er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Já, núna í hádeginu er verið að kynna matarmenningu og svo eru tónlistaratriði, bæði íslenska og pólsk tónlist og svo verður farið í menningarlega þætti, þetta er heill dagur frá klukkan 10:00 til 15:00. Það er margt í boði, bæði sendiherrann og konsúlinn eru hér og svo endar dagurinn á því að það verður boðið upp á messu í kirkjunni klukkan þrjú“, segir Íris.
Innflytjendamál Menning Pólland Vestmannaeyjar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira