Snarræði slökkviliðsmanna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 11:45 Eigandi Vélsmiðjunnar Hamars segir hjarta fyrirtækisins hafa brunnið í nótt. Vísir/Vilhelm Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37
„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06