Tíu ára stuðningsmaður Man. United bað Klopp um að hætta að vinna leiki og fékk svar til baka Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira