Undanúrslitaleikur Paris Saint Germain og Leipzig í gærkvöldi var leikur tveggja liða sem hafa bæði verið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins í Meistaradeildinni í ár.
Nooruddean eða skeggjaði snillingurinn eins og hann kallar sig á Twitter, benti á athyglisverða staðreynd í gær svona til að sýna flestum hvað þau eru í raun orðin gömul.
Mótherjarnir í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar eru nefnilega ekki gömul félög. Paris Saint Germain var stofnað 12. ágúst 1970 og hélt því upp á hálfrar aldar afmælið sitt á dögunum.
RB Leipzig er hins vegar miklu yngra enda stofnað 19. maí 2009 eða fyrir rúmum ellefu árum síðan. Þetta fékk Nooruddean til að benda á þessa sjokkerandi staðreynd hér fyrir neðan.
Madonna is older than PSG and RB Leipzig combined
— Nooruddean (@BeardedGenius) August 18, 2020
Nooruddean var sjálfur það uppverðraður við þessa uppgötvun sína að hann skrifaði þetta á Twitter. Þar stóð hjá honun: Madonna er eldri en PSG og RB Leipzig til samans.
Bandaríska söngkonan Madonna, oft nefnd drottning popptónlistarinnar, átti líka afmæli fyrir nokkrum dögum því hún hélt upp á 62 ára afmælið sitt 16. ágúst síðastliðinn.
Ef við leggjum saman aldur knattspyrnufélaganna PSG og RB Leipzig þá nær það aðeins upp í 61 ár.
Annar Twitter-notandi svaraði færslu Nooruddean með annarri staðreynd.
Vogue came out two years before Neymar was born. Ray of Light six months before Mbappé was born. hey hi we're old.
— Muhammad Butt (@muhammadbutt) August 18, 2020
Vogue, eitt frægasta lag Madonnu, kom út 20. mars 1990 eða tveimur árum áður en Neymar fæddist. Ray of Light platan hennar kom síðan út í febrúar 1998, eða sex mánuðum áður en Mbappé fæddist.