KR er 32 mörk í mínus í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir stjórn Rúnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020 Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira