Misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent