„PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 15:30 Úr settinu í gær. vísir/skjáskot Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira