Arnar verður að sitja á sér í stúkunni í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 12:30 Arnar Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki en sá ekki eftir neinu, í ljósi þess að mark Blika var dæmt af. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00