Komu tveimur skíðagöngumönnum til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 17:36 Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. vísir/vilhelm Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06. Björgunarsveitir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06.
Björgunarsveitir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira